Orð eru til alls fyrst

Textastofan er fyrir fólk sem gerir sömu kröfur til texta og til hönnunar, forritunar og annarra þátta sem textinn leikur hlutverk í. Hjá okkur er gott og grípandi mál í brennidepli og með þeim fókus mótum við texta sem rímar við hugmyndafræði og hönnun heildarverksins.

Sköpum

Notendamiðuð textasmíði, leitarvélavænir textar, mótun textastefnu og raddar fyrirtækja, skýrsluskrif, þýðingar, efnisval fyrir vefsíður og hönnun á veftrjám.

Bætum

Ritstjórn, prófarkalestur, málfarsráðgjöf í ræðu og riti, ráðgjöf við útgáfu prentgripa og uppsetningu texta, fyrirlestrar og fræðsla innan fyrirtækja.

Leiðum

Utanumhald umfangsmikilla verkefna, samsetning teymis sérhæfðra verktaka, verkefnastjórnun sem skilar samræmi, nákvæmni og eftirfylgni.

Hvað gerum við?

Hver erum við?

Haukur Bragason

Haukur er reyndur prófarkalesari, ritstjóri og textasmiður. Hann hefur komið víða við sem ráðgjafi og málfarsráðunautur og vann fjölbreytt textastörf bæði á vef- og þýðingastofum og í lausamennsku áður en hann stofnaði Textastofuna.

Haukur Bragason

Haukur er reyndur prófarkalesari, ritstjóri og textasmiður. Hann hefur komið víða við sem ráðgjafi og málfarsráðunautur og vann fjölbreytt textastörf bæði á vef- og þýðingastofum og í lausamennsku áður en hann stofnaði Textastofuna.

Iris Nowenstein

Iris er doktor í málvísindum og sérhæfir sig í íslensku nútímamáli. Hún er stundakennari við Háskóla Íslands og hefur starfað við prófarkalestur og textaráðgjöf. Hún er auk þess talmeinafræðingur og hefur sérþekkingu á aðgengileika texta.

Iris Nowenstein

Iris er málfræðingur sem sérhæfir sig í íslensku nútímamáli. Hún er stundakennari við Háskóla Íslands og hefur starfað við prófarkalestur og textaráðgjöf. Hún er auk þess talmeinafræðingur og hefur sérþekkingu á aðgengileika texta.

Þar með er ekki öll sagan sögð

Stór hluti af starfsemi Textastofunnar fer fram með hjálp tengiliða okkar sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum textavinnu. Þegar á þarf að halda setjum við saman teymi sem í geta verið hugmynda- og textasmiðir, þýðendur, prófarkalesarar, ritstjórar, umbrotsmenn og svo mætti áfram telja. Verkefnastjórnun er í okkar höndum og við yfirförum og tökum ábyrgð á öllum þáttum verksins, viðskiptavinurinn þarf eingöngu að vera í samskiptum við okkur.

Stór hluti af starfsemi Textastofunnar fer fram með hjálp tengiliða okkar sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum textavinnu. Hugmynda- og textasmiðir, þýðendur, prófarkalesarar, ritstjórar, samfélagsmiðlasérfræðingar, umbrotsmenn og svo mætti áfram telja. Við sjáum hins vegar um verkefnastjórnun og yfirförum og tökum ábyrgð á öllum þáttum verksins, viðskiptavinurinn þarf eingöngu að vera í samskiptum við einn verkefnastjóra.

Nokkrir ánægðir viðskiptavinir

KvikaLykillMerki Tryggingamiðstöðvarinnar, TMSky LagoonÞjóðskjalasafnSögufélagFly Over IcelandStjórnarráð Íslands